Skip to content

BÓKHALD OG SKIL

VIÐ BJÓÐUM UPP Á ALHLIÐA BÓKHALDSÞJÓNUSTU FYRIR EINSTAKLINGA OG FYRIRTÆKI.

Okkar bókhaldsþjónusta

Við bjóðum upp á alhliða bókhaldsþjónustu og skil fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Leggjum áherslu á öfluga ráðgjöf og persónuleg samskipti. Eins notum við tölvupóst sem aðalsamskiptatækið og svörum hratt og örugglega. Einnig upplýsum við og minnum á, þegar skil nálgast hjá skattayfirvöldum. Leyfðu okkur að létta þér lífið.

OKKAR ÞJÓNUSTA

Við minnum okkar viðskiptavini á, þegar skilafrestir nálgast hjá skattayfirvöldum, minnum á eindaga og upplýsum líka þegar skilin hafa farið fram.

Lógó | Skatt-bókhald&skil

FRAMTAL EINSTAKLINGA

Við gerum skattframtal fyrir einstaklinga. Forskráning og villuprófun nær ekki til þeirra sem eru að fá verktakagreiðslur og eru í rekstri á eigin kennitölu.

Lógó | Skatt-bókhald&skil

AÐ HEFJA REKSTUR

Okkur finnst mikilvægt að veita öfluga ráðgjöf, ef og þegar þörf er á og vera til staðar þegar okkar viðskiptavinir þurfa á okkur að halda.

Um okkur

Skatt-bókhald&skil ehf var stofnað árið 2011. Árið 2020 gekk félagið í samstarf við SM Bókhald ehf og starfa félögin undir sömu regnhlífinni, við bókhaldsþjónustu. Á árinu 2024 erum við fimm starfandi á stofunni og erum jafnframt í samstarfi við verktaka í bókhaldi og löggilts endurskoðanda. Skrifstofur okkar eru í Vallakór 4, 2.hæð í Kórahverfinu rétt hjá Elliðarvatni. Þar er gott aðgengi og næg bílastæði.

Við starfsfólkið

Með því að smella á mynd, þá birtast upplýsingar um okkur, sem veitum bókhaldsþjónustu. Þar má sjá okkar bakgrunn, menntun og reynslu. Endurmenntun um bókhald og skil er okkur hugleikin.

Starfsmaður hjá Skatt-bókhald&skil | Ragnar Ulrich Valsson

Ragnar Ulrich Valsson

Viðskiptafræðingur cand.oecon
Framkvæmdastjóri hjá Skatt-bókhald&skil | Stefanía Margrét Vilbergsdóttir

Stefanía M Vilbergsdóttir

Framkvæmdastjóri
Starfsmaður hjá Skatt-bókhald&skil | Elfa Arnbjarnardóttir

Elfa Arnbjarnardóttir

Bókari
Starfsmaður hjá Skatt-bókhald&skil | Björg Elín Pálsdóttir

Björg Elín Pálsdóttir

Rekstrarfræðingur

Umsagnir

“I’m French and I came to Iceland to start my career. I believe that there is nothing more stressful for a foreigner than dealing with taxes and administration in a new country. After one year getting headaches trying to calculate out my taxes on my own, someone advised me to contact Ragnar. It has been the best decision I have ever made in this country so far. I really do recommend his services.”

— Florent Gast, teacher at France Alliance

„Persónuleg og frábær þjónusta þar sem umburðarlyndi fyrir vankunnáttu viðskiptavinar í bókhaldi er í hámarki og fyrirspurnum er svarað fljótt og vel.”

— Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir líffræðingur, framkvæmdastjóri Verkvist ehf

„Ég mæli hiklaust með bókhalds og framtalsþjónustu Skatt-bókhald&skil. Starfsmenn félagsins eru sérlega liðleg og skilvirk í sínum störfum og þjónusta þeirra hefur sparað mér bæði tíma og fé.“

— Salbjörg Rita Jónsdóttir hönnuður, framkvæmdarstjóri Sumartunglsins ehf

“Þegar við mæðgurnar þrjár í Verzlanahöllinni ehf hófum rekstur okkar í lok árs 2020 vissum við lítið eða ekkert um hvernig reka ætti fyrirtæki og þar sem það hafði verið mælt með Skatt-bókhald&skil við okkur snérum við okkur til þeirra með okkar mál. Við sjáum ekki eftir því. Í stuttu máli sagt var okkur tekið mjög vel. Ragnar og Stefanía eru þau sem hafa þjónustað okkur mest hafa lagt sig fram um að átta sig á hvernig fyrirtæki Verzlanahöllin er og svarað öllum okkar spurningum af faglegri nákvæmni en um leið á mjög mannlegum nótum, það er að segja að þau hafa sýnt okkur sem lítið kunnum fyrir okkur í frumskógi reglna og laga varðandi fyrirtækjarekstur mikla þolinmæði og leiðbeint okkur og við getum alltaf leitað til þeirra með hvaðeina sem brennur á okkur. Skatt-bókhald&skil hefur séð um bókhaldið fyrir okkur, virðsaukauppgjör og ársskýrslugerð og fleira frá upphafi okkar reksturs. Okkur finnst mjög gott að hafa Skatt-bókhald&skil með okkur í liði og mælum hiklaust með þeim.”

— Mægðurnar þrjár í Verzlanahöllinni ehf, Vilborg, Þórdís og Sveindís

“Ragnar og Stefanía hjá Skatt-bókhald&skil hafa síðastliðin ár séð um bókhald, vsk skil og framtalsþjónustu fyrir mig. Persónuleg og frábær þjónusta sem ég mæli hiklaust með.”

— Kolbrún Sigurðardóttir, hársnyrtir

“SPORT24 er dönsk verslanakeðja sem býður upp íþróttavörur og útivistafatnað. SPORT24 á Íslandi rekur þrjár verslanir, staðsettar í Reykjavík, Garðabæ og Reykjanesbæ. Skatt-bókhald&skil hefur séð um bókhaldið frá 2011 eða í 13 ár. Afburða gott viðmót, lipur og þægileg þjónusta. Veiti félaginu bestu meðmæli!”

— Ævar Sveinsson, framkvæmdastjóri SPORT24

“Ég get heilshugar mælt með þjónustu Skatt-bókhald&skil, en Stefanía hefur verið okkur manninum mínum innan handar síðustu ár í öllum þeim flækjum sem hafa fylgt því að vera námsmenn, verktakar og launþegar bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Við höfum alltaf getað treyst á mjög góða þjónustu hjá henni og fengið fljót svör við öllum spurningum. Hún gengur í málin og allt hefur staðist upp á hundrað, og við höfum getað slakað á vitandi að okkar mál eru í góðum höndum, sem er ómetanlegt.”

— Esther Hallsdóttir, starfar hjá Alþjóðabankanum (The World Bank Group)

“Við höfum verið hjá skatt.is síðastliðið ár. Virkilega ánægð með persónulega, snögga og góða þjónustu. Mæli heilshugar með Skatt – bókhald og skil.”

— Sigríður Kr. Hafþórsdóttir – Framkvæmdastjóri Hestamannafélagsins Sörla

„Ég hef notið traustrar þjónustu hjá fyrirtækinu síðastliðin ár. Það sem einkennir starfsemi fyrirtækisins er afburða gott viðmót, lipur og þægileg þjónusta á sanngjörnu verði. Veiti ég fyrirtækinu mín bestu meðmæli! ”

— Eyrún Jónatansdóttir, félagsráðgjafi og nefndarmaður

“Ég hef nýtt mér þjónustu Skatt.is í mörg ár. Öll samskipti hafa verið til fyrirmyndar og alltaf gott að leita til þeirra. Þau hafa svarað öllum mínum fyrirspurnum fljótt og vel. Mæli heilshugar með Skatt – bókhald og skil.”

— Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir, talmeinafræðingur

„Ég hef nýtt mér þjónustu Ragnars núna í rúmt ár. Skemmst frá því að segja að ég þarf ekkert að skilja eigin fjármál því hann gerir það og passar upp á að allt sé upp á tíu. Sanngjarn, þolinmóður og alls ekki dýr.“

— Tyrfingur Tyrfingsson, leikskáld

„Ragnar hjá Skatt-bókhald&skil hefur séð um bókhald, launaútreikniga, fjárhagsuppgör og ráðgjöf fyrir okkur frá því við hófum starfsemi og get ég mælt með þjónustu hans. Ragnar er afar námkvæmur, lipur og svarar fyrirspurnum okkar fljótt og faglega. Hann hefur hjálpað okkur að setja upp einfalt og skýrt verklag sem er mjög mikilvægt fyrir lítil félagasamtök eins og okkur.”

— Ketill Berg Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð

“Ragnar, Stefanía og annað starfsfólk hjá Skatt-bókhald&skil hefur séð um launaútreikninga, vsk skil, verkefnauppgjör og fleira fyrir mitt litla framleiðslufyrirtæki í allmörg ár. Þau eru eldfljót að svara öllum fyrirspurnum og standa ævinlega við sitt. Það hefur komið sér mjög vel fyrir manneskju sem er að feta sín fyrstu skref í fyrirtækjarekstri að hafa aðgang að þekkingu þeirra og fagmennsku. Mæli 100% með þjónustu þeirra.”

— Lóa Pind Aldísardóttir, leikstjóri og framleiðandi hjá Lóa Production ehf

Hafðu samband

Við svörum fljótt og örugglega.

HEIMILISFANG

Vallakór 4
Kópavogur, 203

Sami inngangur og Krónan
2.hæð

Opið 9-16 mán-fim, 9-14 fös.

661-3703
skatt@skatt.is

    Back To Top